Ný heimasíða, flugukast.wordpress.com

Allar fréttir af námskeiðum og fluguköstum verður að finna inná flugukast.wordpress.com

Grunnnámskeið 2. ágúst

Seinasta grunnnámskeiðið í bili verður haldið fimmtudaginn 2. ágúst. Grunnnámskeiðin hafa mælst mjög vel fyrir og eftir þetta námskeið verða haldin nokkur framhaldsnámskeið til að þeir sem hafa mætt á grunnnámskeiðin geti haldið áfram að bæta við sig færni og þekkingu.

Uppl. um grunnnámskeiðið 2. ágúst:

Staðsetning: Miklatún

Tími: 19:00-21:00

Verð: 5000 kr

Skráning er á borkur.smari@gmail.com eða í síma 666-1990.

 


Grunnnámskeið miðvikudaginn 25. júlí FULLT

Haldið verður grunnnámskeið í fluguköstum þann 25. júlí á Miklatúní kl 19:00-21:00. Mikil aðsókn er í námskeiðin og því um að gera að skrá sig áður en fyllist.

Skráning fer fram á borkur.smari@gmail.com eða í síma 666-1990.

Námskeiðsgjald er 5000 kr og að hámarki 5 á hverju námskeiði. 


Double Haul (Tví-tog) námskeið 17. júlí

Verðuru þreytt/ur í hendinni þegar þú kastar með flugu? Ertu ekki að ná þessari lengd sem þú vilt ná í köstunum? Þá er námskeiðið næstkomandi þriðjudag eitthvað fyrir þig en á því verður kennt tví-togstæknin, eða Double Haul eins og það heitir á ensku.

Tvítogið var upphaflega þekkt og notað til að auka við lengdina í köstunum, og er notað enn. En það sem það gerir ekki síður er að dreifa álaginu sem fylgir köstunum, milli vinstri og hægri handar. Afleiðingin? Við tökum mikið minna á því í köstunum, náum að kasta lengra, og náum að veiða mikið lengur án þess að fá þreytuverki í hendur, úlnliði eða axlir.

3 pláss eftir á námskeiðinu svo um að gera að skrá sig sem fyrst á borkur.smari@gmail.com eða í síma 666-1990.

Kastnámskeið 10. júlí


Fullt á grunnnámskeiði 18. júlí!

Viðtökurnar á grunnnámskeiðunum hafa verið hreint út sagt frábærar og er þegar orðið fullt á næsta námskeið 18. júlí. Sett verður upp annað námskeið í vikunni 23-29 júní en ekki víst nákvæmlega hvenær svo fylgist með þegar nær dregur.

Síðast en ekki síst eru örfá laus pláss á Double Haul námskeiðið sem verður þriðjudaginn 17. júlí frá kl 19-21 á Miklatúni. Tilvalið fyrir þá sem vilja auðvelda og bæta köstin til muna.


Grunnnámskeið 18. júlí

Vegna mikillar aðsóknar hefur verið sett upp annað grunnnámskeið miðvikudaginn 18. júlí á Miklatúni frá kl 19:00-21:00. Eins og áður verður leitast eftir að kynna fyrir nemendum fluguköst með einhendu á sem einfaldastan og skemmtilegastan hátt. Markmið hvers námskeiðs er að í lok námskeiðs geti hver og einn kastað áreynslulaust með góðri tækni og fari sáttur heim.

 Námskeiðsgjald er 5000 kr og komast 5 manns á námskeiðið.

Skráning er á borkur.smari@gmail.com eða í síma 666-1990.


1 pláss eftir á byrjendanámskeiði 10. júlí!

Nú fer hver að verða síðastur til að skrá sig á byrjendanámskeiðið þriðudaginn 10. júlí. Skráning á borkur.smari@gmail.com eða í síma 666-1990.

Auka byrjendanámskeið þriðjudaginn 10. júlí !

Byrjendanámskeið eins og það sem var haldið síðastliðinn þriðjudag verður haldið þriðjudaginn 10. júlí. Nánari lýsing er í færslunni "Kastnámskeið í júlí". Skráning er á borkur.smari@gmail.com eða í síma 666-1990.

Kastnámskeið í júlí

Í júlí fara af stað vikuleg kastnámskeið á einhendu fyrir byrjendur og lengra komna.

Námskeiðin eru 1 kvöld og eru þriðjudagsnámskeið meira ætluð byrjendum en fimmtudagsnámskeið ætluð þeim sem hafa reynslu í köstum. En öllum er frjálst að skrá sig á hvaða námskeið sem þeir vilja, sama hvert getustigið í fluguköstum er.

Námskeiðin verða sem hér segir.

Þriðjudagur 3. júlí frá 19:00-21:00 FULLT
-Sérstaklega ætlað byrjendum sem eru að stíga sín fyrstu skref í fluguköstum. Við förum yfir búnaðinn, gripið á stönginni, fræðina á bakvið köstin og í raun allt sem þarf að vita til að koma sér af stað í köstunum.

Fimmtudagur 5. júlí frá 19:00-21:00
-Farið í atriði sem miða að því að minnka líkamlega áreynslu þegar við köstum. Þetta námskeið hentar þeim sem hafa reynslu af köstum og vilja láta köstin verða auðveldari og þægilegri. Double haul, líkamstaða, beiting úlnliðs og handleggs eru atriði sem meðal annars verða skoðuð sérstaklega.

 

Þriðjudagur 10. júlí frá 19:00-21:00  Byrjendanámskeið
-Sérstaklega ætlað byrjendum sem eru að stíga sín fyrstu skref í fluguköstum. Við förum yfir búnaðinn, gripið á stönginni, fræðina á bakvið köstin og í raun allt sem þarf að vita til að koma sér af stað í köstunum. 


Miðvikudagur 11. júlí frá 19:00-21:00
-Stjórn á flugulínunni í loftinu, hittni, að leggja fluguna rétt á yfirborðið og áhrif línu og taums á köstin ásamt fleiru. Þetta námskeið hentar þeim sem hafa annaðhvort tekið byrjendanámskeið eða hafa smá grunn í köstunum. 

 

Þriðjudagur 17. júlí frá 19:00-21:00
-Farið í hvernig Double Haul virkar. Hvað er það, hvað gerir það, hvaða tilgangi gegnir það, hvernig notum við það og hvenær. Þetta námskeið hentar fyrir þá sem eru komnir með grunn í fluguköstunum og þá sem kunna að nota double haul en vilja fræðast betur um tæknina á bakvið það og gagnsemi.

Fimmtudagur 19. júlí frá 19:00-21:00
-Farið í gegnum Spey köst. Kynnumst Forward Spey, Single Spey, Double Spey, Snake Roll, Snap T og fleiri þekkt Spey-köst. Tengingin við veltiköst, tilgangur, gagnsemi og ánægjan við að kunna köst sem lúkka!


Skráning á námskeiðin fer fram á borkur.smari@gmail.com

Hvert námskeið kostar 5000 kr.

Hámarksfjöldi á námskeið er 5 manns og fara þau fram á Miklatúni.

Ef þið hafið áhuga á að læra eitthvað sem ekki verður farið í á námskeiðunum sem eru í boði, sendið þá póst á mig og þá er annaðhvort hægt að bóka einkatíma eða setja upp námskeið ef fjöldi þáttakenda er nægur.


Flugukastkennsla sumarið 2012

Í sumar mun ég bjóða upp á námskeið í fluguköstum fyrir byrjendur og lengra komna. Námskeiðin verða haldin eitt virkt kvöld í viku og er hvert námskeið 1-2 klst að lengd.

Á námskeiðunum eru kennd öll helstu köstin sem gott er að kunna, svo sem köst í vindi, veltiköst, speyköst og köst fyrir straumharðar ár. Ekki má gleyma double haulinu, en með því að kunna rétt double haul má aldeilis bæta við lengd kastanna! Einnig ráðlegg ég um búnað og veiði við mismunandi aðstæður.

Fyrir upplýsingar um verð og dagsetningar námskeiða endilega bjallið í mig í síma 666-1990 eða sendið póst á borkur.smari@gmail.com

Ef einhverjar spurningar brenna á ykkur varðandi köstin ykkar, ef þið eruð ekki að kasta eins og þið vilduð, ekki hika við að senda mér línu og ég svara ykkur um hæl. Gleðilegt veiðisumar !

 

p.s. Ef þið hafið áhuga á einkakennslu þá er það að sjálfsögðu líka í boði.

Federation of Fly Fishers


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband